Nemendur kynnast fjölbreyttum möguleikum til upplýsingaöflunar, s.s. gagnasöfnum sem helst þjóna heilbrigðisstéttum, rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á heilbrigðissviði. Áhersla er lögð á að nemandi kynnist fagmáli heilbrigðisstétta og öðlist góðan faglegan orðaforða. Einnig verður fjallað um skráningu og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveislu þeirra gagna, þagnarskyldu um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræna sjúkraskrá. Farið í lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá. Upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin.