Áfanginn er kynning á nútíma heimspeki, nokkrum helstu undirgreinum hennar og heimspekilegri aðferð. Setja skal efni og aðferðir í samhengi við nútíma samfélag; skýra skal undirliggjandi heimspekilegar hugmyndir og nota heimspeki til að gagnrýna viðteknar hugmyndir. Fengist er við verund heimsins og mannsins (verufræði), hvað sé þekking og hvernig hún verði höndluð (þekkingarfræði), sérstöðu og fjölbreytni vísinda (vísindaheimspeki), um hvað sé rétt og um tilgang (siðfræði), hvaða hugmyndir móti nútíma samfélag og ríki (stjórnspeki). Nemendur skulu þjálfast í heimspekilegri samræðu og íhugun og fá leiðbeiningu um hvernig hún getur farið fram formlega og óformlega. Nemendur kynnist heimspekihefðinni aðallega í gegnum nútíma heimspeki. Áfanginn skal vekja meðvitund um aðrar heimspekihefðir en þá vestrænu bæði hvað varðar kenningar og aðferðir