Áfanginn er inngangsáfangi í sögu á öðru þrepi og er skylda á Félagsvísindabraut. Nauðsynlegur undanfari fyrir alla aðra söguáfanga hvort sem þeir eru á öðru eða þriðja stigi. Viðfangsefnið eru þættir úr sögu heimsins til okkar daga. Skoðaðir verða helstu stóratburðir tímabilsins en jafnframt leitast við að öðlast innsýn í daglegt líf almennings í Evrópu og í öðrum heimsálfum. Leitast er við í áfanganum að uppfylla grunnþætti menntunar og að nemendur geti lesið fræðitexta um sitt nánasta samfélag og sögu þess. Þá fá nemendur innsýn í mikilvægi sjálfbærni, sögu heilbrigðis og velferðar.. Nemendur öðlist færni og skilning á hugtökum á borð við lýðræði og mannréttindi. Fjallað verður um jafnréttisbaráttu kvenna,. Nemendur þjálfa sig í sköpun með ýmsum verkefnum

Mannkynssaga frá steinöld fram til loka fornaldar um 500 e.Kr.. Saga Miðausturlanda, Grikklands og Rómaveldis. Framhaldsáfangi í sögu og undanfari fyrir sögu á 3. þrepi. Viðfangsefni áfangans er klassísk fornaldarsaga sem jafnan er talin vera undirstaða vestrænna nútímasamfélaga, nefnilega Miðausturlanda, Grikklands og Rómaveldis og nálægra samfélaga. Sú saga og tengsl hennar við samfélag nútímans eru skoðuð rækilega og jafnframt er skoðað hvernig birtingarmyndir fornaldar hafa breyst í gegnum tíðina, velta fyrir sér hvernig sagan hefur verið túlkuð og íhuga hvaða tilgangi þær túlkanir þjóna.

Eftir helför nasista gegn gyðingum og fleiri hópum var gjarnan sagt „aldrei aftur“. Það „loforð“ hefur margoft verið svikið síðan þá. Í áfanganum á að skoða 20. og 21. öldina og líta á það sem flokkað hefur verið sem þjóðarmorð og/eða voðaverk en einnig verður skoðað hugtak sem farið var að nota um 1990; þjóðernishreinsanir. Því miður er af mörgu að taka í áfanga sem þessum. Efnistökin verða þau að með lestri, áhorfi og verkefnavinnu eiga nemendur að kynna sér ýmis þjóðarmorð og voðaverk sem framin hafa verið á sl. rúmum hundrað árum einkum af opinberum aðilum eða ríkisstjórnum. Einnig á að skoða refsingar og stríðsglæpadómstóla. Meðal þess sem skoðað verður er: Kongó á Leopoldstímanum, Namibía: Herero fólkið, Armenía 1915, Sovétríkin: hreinsanirnar og hungursneyðin í Úkraínu, helförin, voðaverk Japana í Kína, stóra stökkið og menningarbyltingin í Kína, Kambódía árið núll, Rúanda, Darfúr, Austur Kongó og fleira.