
Áfanginn er inngangsáfangi í sögu á öðru þrepi og er skylda á Félagsvísindabraut. Nauðsynlegur undanfari fyrir alla aðra söguáfanga hvort sem þeir eru á öðru eða þriðja stigi. Viðfangsefnið eru þættir úr sögu heimsins til okkar daga. Skoðaðir verða helstu stóratburðir tímabilsins en jafnframt leitast við að öðlast innsýn í daglegt líf almennings í Evrópu og í öðrum heimsálfum. Leitast er við í áfanganum að uppfylla grunnþætti menntunar og að nemendur geti lesið fræðitexta um sitt nánasta samfélag og sögu þess. Þá fá nemendur innsýn í mikilvægi sjálfbærni, sögu heilbrigðis og velferðar.. Nemendur öðlist færni og skilning á hugtökum á borð við lýðræði og mannréttindi. Fjallað verður um jafnréttisbaráttu kvenna,. Nemendur þjálfa sig í sköpun með ýmsum verkefnum
- Kennari: Atli Þorsteinsson