
Í áfanganum kynnast nemendur sögu jarðar, þróun lífríkis og breytingum á landaskipan í tímans rás. Sérstök áhersla er lögð á myndunar- og mótunarsögu Íslands. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda endurspeglast í verkefnavinnu þeirra. Helstu efnisatriði eru:
- jarðsaga heimsins
- upphaf lífs og þróun þess á mismunandi jarðsögutímabilum
- náttúruhamfarir og áhrif þeirra á sögu jarðar
- jarðsögutaflan
- upphaf mannsins
- aldursákvarðanir
- jarðsaga Íslands
- ísaldir og orsakir þeirra
- Kennari: Harpa Kristín Einarsdóttir