Málefni líðandi stundar er áfangi þar sem kenningar og rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar er beitt til að greina þau mál sem eru á dagskrá í fjölmiðlum á hverjum tíma fyrir sig. Í upphafi áfangans er fjallað um helstu kenningar, hugtök og rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar sem svo eru notaðar til að lýsa, greina, túlka og rökræða þau málefni sem fjallað er um hverju sinni. Jafnframt verður fjallað um grundvallarþætti sem tengjast fjölmiðlafræði. Í framhaldinu mun vera fjallað um helstu fréttir vikunnar og þær settar í samhengi við fræðilega umfjöllun með fjölbreyttum verkefnum.