
FÉLA3ST5 kynnir stjórnmálafræði sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og hugmyndafræði greinarinnar. Fjallað er um lýðræði, einkenni þess og forsendur. Stiklað er á stóru í þróun íslenskrar stjórnmálasögu til dagsins í dag og imprað á sérstæði hvers tímabils. Mismunandi stjórnmálastefnur verða kynntar og nemendur læra hvernig túlka má stjórnmálakerfi og stjórnmálaþátttöku út frá mismunandi kenningum með megináherslu á Ísland. Nemendum verða kynnt helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal, hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt verða helstu pólitísku alþjóðasamtök og fjallað verður lítillega um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar.
- Kennari: Atli Þorsteinsson