Bleiki dagurinn í FS

Bleiki dagurinn í FS

by Atli Þorsteinsson -
Number of replies: 0

Bleiki dagurinn var miðvikudaginn 23. október og tóku nemendafélagið og starfsmannafélagið sig saman um að halda upp á þennan mikilvæga dag. Nemendur seldu heimabakaðar vöfflur með bleikum rjóma og kremi en afraksturinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Á kennarastofunni bauð Guðbjörg matreiðslukennari upp á glæsilegt bleikt bakkelsi í tilefni dagsins. Fólk var svo hvatt til að mæta í bleiku og tóku fjölmargir þeirri áskorun.

Bleiki dagurinn í FS