Frá lýðræðisviku

Frá lýðræðisviku

by Atli Þorsteinsson -
Number of replies: 0

Vikuna 18.-21. nóvember var lýðræðisvika í framhaldsskólum landsins í tilefni Alþingiskosninga. Þar voru nemendur hvattir til að velta fyrir sér mikilvægi þess að kjósa og hversu mikilvægt það er að taka þátt í lýðræðisferlinu.

Í fundartíma á miðvikudegi var framboðsfundur á sal þar sem voru fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum. Frambjóðendurnir kynntu sín stefnumál og svöruðu spurningum nemenda úr sal en einnig spurningum sem nemendur höfðu sent inn fyrir fundinn.

Á fimmtudegi voru síðan svokallaðar skuggakosningar í skólanum. Með skuggakosningunum er líkt eftir Alþingiskosningum en allir nemendur skólans sem ekki hafa haft aldur til að kjósa í kosningum áður höfðu kosningarétt. Það var nemendafélagið NFS sem hélt utan um kosningarnar og er óhætt að segja að framkvæmd þessara kosninga hafi verið til fyrirmyndar.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá lýðræðisvikunni.