Í áfanganum verður farið í grundvallarþætti félagsfræðinnar eins og rannsóknir, kenningar, kynhlutverk, samskipti, vinnumarkaðinn, menningu, fjölskylduna, tengsl einstaklings og samfélags, fjölmiðla, meðvirkni, atvinnulífið og margt annað. Nemendur leysa verkefni, heimapróf verða um helgar, þrjú lotupróf og nemendur halda kynningar og skila verkefnabók. Kennslufyrirkomulag verður í formi fyrirlestra, kynninga, verkefnavinnu og umræðitíma.

Framhaldsáfangi í félagsfræði en lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nema á rannsóknaraðferðum fræðagreinarinnar . Jafnframt verður leitast við að öðlist færni í að beita makró og míkró sjónarhorni og skilji þau rannsóknarferli sem standa að baki kerfisbundinni rannsókn. Fjallað er um rannsóknir afbrotamála á gagnrýnan hátt og lögð er áhersla á að nemandinn geti á nokkuð sjálfstæðan hátt öðlast færni í að standa að rannsókn samkvæmt þeim fræðilegu vinnubrögðum sem fræðigreinin leggur áherslu á.  

Málefni líðandi stundar er áfangi þar sem kenningar og rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar er beitt til að greina þau mál sem eru á dagskrá í fjölmiðlum á hverjum tíma fyrir sig. Í upphafi áfangans er fjallað um helstu kenningar, hugtök og rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar sem svo eru notaðar til að lýsa, greina, túlka og rökræða þau málefni sem fjallað er um hverju sinni. Jafnframt verður fjallað um grundvallarþætti sem tengjast fjölmiðlafræði. Í framhaldinu mun vera fjallað um helstu fréttir vikunnar og þær settar í samhengi við fræðilega umfjöllun með fjölbreyttum verkefnum.


FÉLA3ST5 kynnir stjórnmálafræði sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og hugmyndafræði greinarinnar. Fjallað er um lýðræði, einkenni þess og forsendur. Stiklað er á stóru í þróun íslenskrar stjórnmálasögu til dagsins í dag og imprað á sérstæði hvers tímabils. Mismunandi stjórnmálastefnur verða kynntar og nemendur læra hvernig túlka má stjórnmálakerfi og stjórnmálaþátttöku út frá mismunandi kenningum með megináherslu á Ísland. Nemendum verða kynnt helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal, hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt verða helstu pólitísku alþjóðasamtök og fjallað verður lítillega um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar.