Kennsluvefur Fjölbautaskóla Suðurnesja
Site announcements
Vélstjórnarnemendur skoðuðu Huldu GK11
Á dögunum fóru tíu nemendur af vélstjórnarbraut skólans í skoðunarferð um borð í nýjan togara Þorbjarnar í Grindavík. Með í för voru kennararnir Þorsteinn Ingi Hjálmarsson og Ívar Valbergsson. Togarinn heitir b/v Hulda Björnsdóttir GK 11 og er einn allra glæsilegasti og fullkomnasti ísfisktogari landsins. Um borð tóku yfirvélstjórarnir Ægir og Þórhallur á móti hópnum og fóru með nemendum um allt skipið.
Togarinn var smíðaður hjá Armon í Gijón á Spáni en hann er íslensk hönnun. Segja má að allt það besta í nútíma hátæknibúnaði sé um borð en um 300.000 vinnustundir fóru í að smíða skipið sem er allt hið vandaðasta. Það er ljóst að engu var til sparað að gera vinnu áhafnarinnar sem þægilegasta og öruggasta út frá vinnuvernd. Allur aðbúnaður er einnig til fyrirmyndar en um borð eru aðeins eins manns herbergi með snyrtingu í hverri káetu.
Nemendur okkar og kennarar höfðu gagn og gaman af heimsókninni og þakka kærlega fyrir frábærar móttökur.
Fleirri myndir á heimasíðu skólans
Hlaupa yfir deildir/brautir