Site announcements

Af Íslandsmóti iðnnema

Höfundur Atli Þorsteinsson -
Nemendur okkar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti iðnnema sem haldið var í Laugardalshöll um helgina samhliða framhaldsskólakynningunni Mín framtíð. Nemendur okkar kepptu í háriðnum, húsasmíði, rafiðnum og forritun.
 
Valgerður Amelía Reynaldsdóttir varð Íslandsmeistari í fantasíugreiðslu með víkingaþema en hún er á 2. önn í háriðnum. Aleksander Klak varð í 2. sæti í forritun og Aron Kristinsson varð í 3. sæti í rafiðnum.

Þess má geta að tveir fyrrum nemendur okkar urðu Íslandsmeistarar í sínum greinum. Berglind Elma Baldvinsdóttir vann keppni í fantasíugreiðslu með með Bridgerton-þema en hún lauk grunnnámi í hárgreiðslu hér en er nú á 5. önn í Tækniskólanum. Helgi Líndal Elíasson varð í 1. sæti í gullsmíði en hann stundar einnig nám í Tækniskólanum eftir að hafa lokið stúdentsprófi af listnámsbraut frá FS.
 
Framhaldsskólakynningin Mín framtíð fór einnig fram í Laugardalshöllinni þessa helgi. Við tókum að sjálfsögðu þátt og vorum einn 25 skóla sem kynntu starfsemi sína

Spiladagur

Höfundur Atli Þorsteinsson -

Miðvikudaginn 12. febrúar var uppbrotsdagur í skólanum sem var að þessu sinni spiladagur. Boðið var upp á spil og leiki um allan skóla. Nemendur gátu skráð sig í hópa og spilað á spil, farið í borðspil, bingó, borðtennis, pílu, skák og margt fleira. Allir tóku þátt af lífi og sál og það var líf og fjör um allan skólann.

Í fyrsta hléi dagsins tóku þau Elín Snæbrá og Guðjón Þorgils lagið á sal en þau voru í tveimur efstu sætunum í söngkeppni nemendafélagsins sem haldin var á dögunum. Í hádeginu var svo matartorg þar sem boðið var upp á fjölbreyttar veitingar. Þau Jón Jónsson og GDRN mættu svo á svæðið og tóku nokkur lög og myndaðist mikil stemning í salnum. Það er óhætt að segja að þessir frábæru listamenn hafi farið á kostum og salurinn söng og dansaði með í hverju lagi.

Hér er veglegt myndasafn frá spiladeginum.

Eldri umræðuefni...

Deildir/brautir